Nú á vormánuðum eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.
Má þar meðal annars finna námskeið um forvarnir gegn gróðureldum, ræktun berjarunna, að breyta sandi í skóg, gerð göngustíga í náttúrunni og gerð leiksvæða.
Upplýsingar um námskeiðin, sem og önnur námskeið sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir má finna á heimasíðu skólans – http://www.lbhi.is/namskeid_i_bodi.