Grænni skógar I er námskeiðaröð sem ætluð er skógræktendum og öðrum skógareigendum sem vilja auka við þekkingu sína og árangur í skógrækt.
Námskeiðaröðin tekur fimm annir og þátttakendur taka alls 15 námskeið á þeim tíma eða að jafnaði 3 á hverri önn. Fyrsta námskeiðið verður haldið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi dagana 22. og 23. september 2023.
Hvert námskeið er skipulagt þannig að kennt er á föstudegi kl. 16-19 og laugardag kl. 9-16. Námskeiðin eru byggð upp sem blanda af fyrirlestrum, verklegum æfingum og vettvangs- heimsóknum. Að auki verður farið í námsferð innanlands og verður hún kynnt sérstaklega.
Nánari upplýsingar veitir Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri Grænni skóga, í síma 616 0828 eða með tölvupósti á netfangið boe@fsu.is.