Skógræktarfélag Garðabæjar býður til myndakvölds í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ mánudaginn 25. nóvember 2019 kl. 20.
Erla Bil Bjarnardóttir og Ragnhildur Freysteinsdóttir frá félaginu munu flytja ferðasögu í máli og myndum frá skógræktar- og menningarferð skógræktarfélaga um ítölsku Alpana í Suður-Tíról í haust.
Allir eru velkomnir!
Kaffiveitingar í boða Skógræktarfélags Garðabæjar