Nú í október kom út annað tölublað 23. árgangs Mógilsárfrétta. Mógilsárfréttir voru fyrst gefnar út árið 1987 og svo samfellt til ársins 1991 er útgáfan lagðist af. Á þessu ári ákváðu starfsmenn Mógilsár að hefja aftur útgáfu á þessu riti. Stefnt er að því að gefa það út tvisvar til þrisvar sinnum á ári.
Tilgangur ritsins er að flytja fréttir af því sem er að gerast hverju sinni og kynna starfsemina á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða þetta rit geta nálgast það á heimasíðu Skógræktar ríkisins hér.