Þórhildur Ísberg ver meistararitgerð sína í skógfræði er nefnist „The pathogenicity of the blue stain fungus Ophiostoma clavatum in Scots pine seedlings” á ensku, en á íslensku útleggst titillinn „Sýkingarmætti grágeitarsveppsins Ophiostoma clavatum í fræplöntum skógarfuru”.
Leiðbeinendur eru dr. Riikka Linnakoski við Náttúruauðlindastofnun Finnlands (LUKE), próf. Bjarni Diðrik Sigurðsson við Landbúnaðarháskóla Íslands og dr. Risto Kasanen við Helsinkiháskóla.
Vörnin fer fram miðvikudaginn 2. júní 2021 kl. 13:00 og verður streymt í gegnum Zoom fjarfundabúnað. Nánari upplýsingar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands – lbhi.is