Skip to main content

Málþing: Öll á sama báti – Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar

Með 27. október, 2021Fréttir

Málþing um loftslagskreppuna og framtíðina verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 29. október kl. 13.30–15.30 undir yfirskriftinni: Öll á sama báti – Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur málþingsins sem haldið er á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands, í samvinnu við samráðsvettvanginn Faith for Nature (https://faithfornature.org/)

Dagskrá:
Halldór Reynisson, verkefnisstjóri umhverfismála hjá Þjóðkirkjunni, setur ráðstefnuna og ræðir um Loftlagsmál, börnin og framtíðina

Erindi:
• Halldór Þorgeirsson, fulltrúi Andlegs þjóðarráðs bahá‘ía á Íslandi: Trú á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
• Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni: Kynning á nýjustu skýrslu IPCC um loftslagsbreytingar.
• Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild H.Í: Nánar um IPCC skýrsluna: Hörfun jökla og hækkun sjávarstöðu eru afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Örinnlegg:
• Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.
• Hjördís Jónsdóttir, stofnandi Skógræktarfélagsins Ungviður.
• Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði.
• Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir, fulltrúi frá Ungum umhverfissinnum.
• Axel Árnason Njarðvík í umhverfishópi þjóðkirkjunnar.
• Áróra Árnadóttir, nýdoktor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.
• Gunnar Hersveinn, athafnastjóri hjá Siðmennt.

Málþingsstjóri: Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðadeild við Háskóla Íslands.

Málþinginu verður streymt og má finna það á slóðinni:
https://www.youtube.com/watch?v=aUstYiAHmJg