Skip to main content

Ljóðagöngur

Með 16. október, 2014febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Ljóðaganga verður haldin í trjásafninu á Hallormsstað á fimmtudagskvöld, 16. október kl. 20. Gangan er liður í dagskrá Litlu ljóðahátíðarinnar í Norðausturríki og er haldin í samvinnu við Skógrækt ríkisins.

Gengið verður um trjásafnið með kyndla. Við ljósið frá þeim og yl frá varðeldi og ketilkaffi verður hlýtt á frumort ljóð. Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, Sveinn Snorri Sveinsson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson lesa úr verkum sínum.

Einnig verður ljóðaganga sunnudaginn 19. október, í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Hún verður haldin kl. 14 í Vaðlaskógi gegnt Akureyri. þar koma fram Bjarki Karlsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristian Guttesen og fleiri.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktar ríkisins – www.skogur.is