Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins nú um Jónsmessuna, þar sem almenningur er hvattur til þess að stunda hreyfingu, samveru og upplifa skóga og náttúru landsins. Flestir viðburðir eru laugardaginn 22. júní, en annars er hægt að finna viðburði frá föstudegi til mánudags.
Upplýsingar um viðburði má finna á síðunni skogargatt.is og Facebook-síðu Líf í lundi.
Velkomin út í skóg!