Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins í kringum Jónsmessuna og verður hann nú haldinn í sjötta sinn. Er markmið hans að fá fólk til að heimsækja skóga landsins, stunda hreyfing, samveru og upplifa skóga og náttúru. Flestir viðburðir eru á laugardeginum 24. júní, en viðburðir eru í gangi frá föstudegi til mánudags.
Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Skógargátt vefsíðunni og Facebook síðu Líf í lundi.