Skip to main content

Líf í lundi 2021

Með 30. júní, 2021Fréttir

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins í kringum Jónsmessuna og er markmið hans að fá fólk til að heimsækja skóga landsins og njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða. Undanfarið ár hefur sannarlega sýnt fram á mikilvægi skóga, en skóglendi hérlendis hafa líklega sjaldan verið notuð jafn mikið til útivistar og heilsubótar og nú.

Í ár var boðið upp á viðburði undir hatti Lífs í lundi í fjórða sinn, en alls voru fjórtán viðburðir í boði, víða um land. Flestir viðburðirnir voru haldnir laugardaginn 26. júní og gerðu veðurguðirnir sitt til að gera daginn ánægjulegan, en einmuna blíða var.

Á Facebook-síðu Líf í lundi má sjá flottar myndir frá hinum ýmsu viðburðum sem haldnir voru (https://www.facebook.com/lifilundi).