Þriðjudaginn 23. febrúar sl. undirrituðu Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, samning um ræktun landgræðsluskóga á jörðinni Múlastöðum í Flókadal í Borgarfirði. Jörðina keypti Skógræktarfélag Reykjavíkur árið 2014.
Múlastaðir er alls um 650 hektarar að stærð og vel fallin til skógræktar. Stefnt er að því að gróðursetja að minnsta kosti 20.000 plöntur árlega. Markmiðið er að landið muni nýtast til framtíðar sem útivistarsvæði fyrir almenning.
Magnús Gunnarsson (t.v.), formaður Skógræktarfélags Íslands og Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.