Skip to main content

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 15. – 16. desember

Með 13. desember, 2018febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Það eru ýmis skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu næstu helgi. Nánari upplýsingar á www.skog.is/jolatre

Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15. Sjá einnig: https://www.skog.is/akranes/

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga, að Gunnfríðarstöðum á sunnudaginn kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-6. Sjá einnig: http://www.skogarn.is/jolatrjaasalan-snaefoksstodum-2018/

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Garðabæjar, í Smalaholti á laugardaginn kl. 12-16. Sjá einnig: http://www.skoggb.is/

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, báða dagana kl. 10-18 og virka daga kl. 9-18. Sjá einnig: http://skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar, í reit ofan Bræðratungu á laugardaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð báða dagana kl. 10-16. Sjá einnig: https://sites.google.com/site/skogurmosi/

Skógræktarfélag Rangæinga, í Bolholti laugardaginn kl. 13-16.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Sjá einnig: http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi á laugardaginn kl. 13-15:30.

Fossá skógræktarfélag, á Fossá í Hvalfirði, báða dagana kl. 10-16.