Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu næstu helgi (12.-13. desember) eru:
Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 13. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes
Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 12.-13. desember kl. 11-16.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti sunnudaginn 13. desember kl. 11-15 og í Grafarkoti sama dag kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar.
Skógræktarfélag Dýrafjarðar er með jólatrjáasölu á Söndum laugardaginn 12. desember kl. 13-15.
Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi helgina 12.-13. desember, kl. 11-15.
Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólatrjáasölu í Smalaholti laugardaginn 12. desember kl. 12-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoggb.is/
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg helgina 12.-13. desember, kl. 10-18. Sjá nánar á heimasíðu félagsins –http://www.skoghf.is/
Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólatrjáasölu í teig ofan Bræðratungu laugardaginn 12. desember kl. 13-15.
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar 10. desember og verður opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga og kl. 10-16 um helgar. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/
Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni og í jólaskóginum á Hólmsheiði helgina 12.-13. desember. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/
Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgina 12.-13. desember kl. 10-16.
Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.