Jólatrjáasala skógræktarfélaga hefst núna fyrstu helgina í desember. Þau félög sem ríða á vaðið með sölu þessa fyrstu helgi eru Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Fossá-skógræktarfélag.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Salan opnar sunnudaginn 2. desember og er opið kl. 10-18. Salan verður svo opin helgarnar 8.-9. og 15.-16. desember, auk laugardagsins 22. desember, kl. 10-18. Einnig er hægt að koma í heimsókn í miðri viku.
Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, sem opnar laugardaginn 1. desember. Markaðurinn verður svo opinn allar helgar fram að jólum kl. 11-17. Jólaskógurinn í Grýludal á Heiðmörk opnar svo 8. desember og verður opinn allar helgar fram að jólum, kl. 11-16.
Fossá-skógræktarfélag (Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps) er með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði. Salan opnar sunnudaginn 2. desember og er opið 10:30-15:00. Salan verður svo opin helgarnar 8.-9. og 15.-16. desember og laugardaginn 22. desember.
Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is og á heimasíðum félaganna: www.skoghf.is, www.heidmork.is og www.skogkop.net.