Mörg skógræktarfélög selja jólatré og/eða skreytingaefni fyrir jólin. Fyrir þá sem vilja vera snemma á ferðinni í jólaundirbúningnum og huga strax að jólatrénu eru nokkur félög sem eru með sölur núna í lok nóvember og byrjun desember. Sjá nánar á www.skog.is/jolatre
Skógræktarfélag Akraness verður með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 3. desember kl. 12-15.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar verður með svokölluð tröpputré til sölu á Kósíkvöldi Hyrnutorgs í Borgarnesi 30. nóvember kl. 20-22.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll virka daga í desember kl. 10-18.
Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum í Heiðmörk helgina 2.-3. desember kl. 12-17.