Skógræktarfélag Árnesinga verður með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum í Grímsnesi þrjár síðustu helgar fram að jólum kl. 11-16. Einnig til sýnis og sölu ýmis konar handverk og afurðir úr skógum.
Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar þar sem boðið er upp á kakó og lummur.
Staðsetning: Snæfoksstaðir, merkt rétt neðan við Kerið í Grímsnesi.
https://www.facebook.com/snaefokstadir/
(Mynd: RF).