Nokkur skógræktarfélag munu selja jólatré nú í síðustu viku fyrir jól. Það er öllum í hag að kaupa ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja jafnframt skógræktarstarfið í landinu.
Eftirtalin skógræktarfélög eru með jólatré til sölu:
Skógræktarfélag Árnesinga, Snæfoksstöðum í Grímsnesi dagana 22.-23. desember, kl. 11 – 16.
Skógræktarfélag Eyrarsveitar, Brekkuskógi ofan Grundarfjarðar dagana 22. -23. desember, kl. 13-17. Hafa má samband fyrir þann tíma í Gunnar Njálsson í síma 438-6812/690-2764 eða á netfangið kglif (hjá) mi.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Þöll við Kaldárselsveg, til og með 22. desember, kl. 9-17. Jólatré, stafafura og sitkagreni í hnaus, jólaskreytingar.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Hamrahlíð við Vesturlandsveg, til og með 23. desember, kl. 12-16. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum ef óskað er. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 867-2516, 897-9585 eða á skogmos (hjá) internet.is.
Skógræktarfélag Reykjavíkur, Elliðavatni, fram að jólum, kl. 11-17.
Jólatrjáamarkaður skógræktarfélaga, vestan við Umferðarmiðstöðina (BSÍ), kl. 12-20 til og með 20. desember, en kl. 12-22 dagana 21.-23. desember.