Skip to main content

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með 11. desember, 2014febrúar 13th, 2019Fræðsla

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 20:00 í Gullsmára 13, Kópavogi (Félagsheimili aldraðra).

Dagskrá:
1. Halldór Sverrisson, verkefnisstjóri kynbótaverkefnis um alaskaösp mun flytja erindi um það verkefni.
Alaskaösp er ein mikilvægasta trjátegundin á Íslandi. Saga hennar í landinu er ekki löng. Í fyrstu var hún nær eingöngu notuð sem garðtré, en á síðustu áratugum hefur notkun aspar í skógrækt aukist töluvert. Hingað til hafa mest verið notaðar arfgerðir (klónar) sem safnað var í Alaska um miðja síðustu öld.
Nú er í gangi kynbótaverkefni við Rannsóknastöð skógræktar að Mógilsá sem miðar að því að fá fram klóna sem henta til fjölbreytilegra nota og eru vel aðlagaðir veðurfari ólíkra landshluta. Einnig er mikilvægt að fá fram arfgerðir sem hafa mótstöðu gegn ryði og öðrum skaðvöldum.
2. Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur kynnir nýja bók í máli og myndum sem hann og Halldór Sverrisson hafa ritað um „Heilbrigði trjágróðurs“.
Bókin Heilbrigði trjágróðurs – skaðvaldar og varnir gegn þeim sem kom út í júní á þessu ári hefur hlotið verðskuldaða athygli. Höfundar hennar eru Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur og Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur. Bókin verður til sölu á sérstöku kynningarverði og munu höfundar árita bókina að ósk gesta.
3. Jólahappdrætti (10 jólatré eru vinningar kvöldsins)

Veitingar í boði félagsins.

Stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta félagsmenn og eru aðrir gestir velkomnir.