Það er föst jólahefð hjá mörgum fjölskyldum að sækja sér jólatré í skóginn á aðventunni og er hægt að sækja sér tré í flestum landshlutum, hjá skógræktarfélögum, Skógræktinni og skógarbændum. Fyrir þá sem hafa minni áhuga á skógargöngunni eru svo ýmsir aðilar sem selja íslensk tré.
Íslensk jólatré eru ilmandi fersk, vistvæn í ræktun og með því að kaupa íslenskt jólatré styður þú við skógræktarstarf í landinu, því fyrir hvert selt jólatré er hægt að gróðursetja tugi trjáa. Það þarf því ekki að hafa samviskubit yfir því að fella tréð!
Upplýsingar um sölu hjá Skógræktinni og skógarbændum má svo finna á heimasíðu Skógræktarinnar.