Hvatningarverðlaun skógræktar eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi.
Kallað var eftir tilnefningum fyrir Hvatningaverðlaun skógræktar árið 2025 meðal almennings og bárust hátt á fjórða tug tilnefninga. Dómnefnd valdi úr þrjá aðila til almennrar kosningar. Verðlaunin verða svo veitt á alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars næst komandi.
Hægt er að greiða atkvæði til og með 10. mars.
Ath! Ef atkvæði er greitt í síma/á minni skjám getur þurft að „skrolla“ niður til að sjá alla þrjá valkosti.