Skip to main content

Hönnun úr hráefni úr Heiðmörk

Með 14. mars, 2018febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Hönnunarmars fer fram í tíunda sinn dagana 15. – 18. mars. Einn viðburður þar er með sérstaka tengingu við Skógræktarfélag Reykjavíkur, en hönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein verður með sýningu er heitir Skógarnytjar, í Smiðjunni (skemmunni) á Elliðavatni. Þar hefur Björn nýtt hráefni (við) úr skóginum á Heiðmörk til að framleiða frumgerðir eftir innsendum tillögum og er hér um áhugaverða nýsköpun í viðarnýtingu að ræða.

Eftir skógareyðingu fyrri alda er viður aftur að verða að auðlind hérlendis þökk sé því skógræktarstarfi sem unnið hefur verið, meðal annars af skógræktarfélögunum.

Nánari upplýsingar um viðburðinn eru á heimasíðu Hönnunarmars – https://honnunarmars.is/dagskra/skogarnytjar