Skip to main content

Haustið í Brynjudal

Með 24. september, 2009febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Nú þegar farið er að hilla í október-mánuð má sannarlega segja að haustið sé farið að koma. Sést það vel í Brynjudal í Hvalfirði, þar sem Skógræktarfélag Íslands hefur stundað ræktun jólatrjáa um margra ára skeið, en lyngið og lauftrén er óðum að skipta litum þessa dagana og myndar það skemmtilegt samspil við sígræna tóna barrtrjáanna.

brynjudalshaust2

Eins og sjá má dafna tilvonandi jólatré – stafafura, rauðgreni og blágreni – vel í hlíðum Brynjudalsins.

brynjudalshaust1