Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Landgræðsluskógaverkefnið hófst í Seldalnum efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til sjálfboðaliða-gróðursetningarferðar á laugardaginn kemur 25. september kl. 13.00.
Gróðursett verður í kringum nýjar leikjaflatir í botni dalsins.
Mæting er í Seldalnum sem er suður af Hvaleyrarvatni. Ekið er niður að vatninu og síðan beygt til vinstri og ekið yfir Seldalsháls. Boðið verður upp á veitingar í bækistöðvum félagsins/Þöll kl. 16.00 að lokinni gróðursetningu.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma Skógræktarfélags Hafnarfjarðar: 555-6455/893-2855/894-1268.