Skógur er ekki bara tré – skógur er heilt vistkerfi með ótrúlega fjölbreyttum lífverum!
Í tilefni alþjóðlegs dags umhverfisins þann 5. júní nk. bjóða Grasagarður Reykjavíkur og Land og skógur í fræðslugöngu. Í göngunni verða tré og vistkerfið sem fylgir þeim skoðuð auk þess sem fjallað verður um kolefnishringrásina.
Gangan hefst kl. 20:00 við aðalinngang Grasagarðsins.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!
https://hvirfill.reykjavik.is/home/events/573570
https://www.facebook.com/events/1174378773560590