Starfsmenntaverðlaunin voru veitt 8. desember, en þau eru veitt þeim aðilum sem vinna að framúrskarandi verkefnum í fræðslumálum og starfsmenntun.
Í flokki skóla og fræðslustofnana fékk Landbúnaðarháskólinn/Endurmenntun LbhÍ verðlaunin fyrir verkefnið Grænni skógar, sem er skógræktarnám ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum og áhugasömum skógræktendum sem vilja auka þekkingu sína og ná betri árangri í skógrækt.
Auk Grænni skóga fengu Reykjavíkurborg, Starfsafl og Kaffitár verðlaun.
Skógræktarfélag Íslands óskar Grænni skógum hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.