Skip to main content

Grænir dagar í Háskóla Íslands

Með 30. mars, 2011febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Hinir árlegu Grænu dagar í Háskóla Íslands hefjast miðvikudaginn 30. mars. Grænir dagar eru þriggja daga viðburður þar sem fjallað er um umhverfið á margvíslegan hátt. Meðal þess sem verður í boði í ár eru fyrirlestrar um rafbíla og lunda, kvikmyndasýning, tónleikar, fatamarkaður og barsvar, eða pub quiz,svo fátt eitt sé nefnt. Það er Gaia, nemendafélag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum, sem skipuleggur Græna daga að venju og í ár verða þeir betri en nokkru sinni fyrr!

Dagskrá Grænna daga er eftirfarandi:

Miðvikudagur 30. mars
Fatamarkaður (clothes swap): kl. 11 – 15 á Háskólatorgi
Fyrirlestur – Puffin in Danger: kl. 12.20 – 13.10 í Öskju, stofu 130
Grænir drykkir: kl. 18.30 – 19.30 í kjallara Norræna hússins
Leiðsögn um Manna sýninguna: kl. 19.30 – 20.30 í Norræna húsinu

Fimmtudagur 31. mars
Fatamarkaður (clothes swap): kl. 11 – 15 á Háskólatorgi
Fyrirlestur – Hvalveiðar á Íslandi: kl. 12.20 – 13.10 í Öskju, stofu 129
Kvikmyndasýning – Carbon Nation: kl. 17 – 19 í Háskólatorgi, stofu 102

Föstudagur 1. apríl
Fatamarkaður (clothes swap): kl. 11 – 15 á Háskólatorgi
Tónleikar – Hljómsveitin Andvari: kl. 13.00 á Háskólatorgi
Fyrirlestur – Rafbílar á Íslandi: kl. 12.20 – 13.10 í Öskju, stofu 130
Barsvar (pub quiz): kl. 20.00 á Dillon (tilboð á drykkjum og á eftir eru tónleikar á staðnum)

Á heimasíðu Gaiu má einnig finna nánari upplýsingar um Græna daga og dagskrána:
http://nemendafelog.hi.is/Gaia