Í þriðjudagskvöldgöngu 22.júní mun Hreinn Óskarsson skógarvörður fara um skógarlundi í austanverðum þjóðgarðinum. Rætt verður um skógrækt á Þingvöllum og stærstu samfelldu skógarlundir í þjóðgarðinum skoðaðir. Gönguferðin hefst í Vatnsviki klukkan 20.00.
Þar eru m.a. Vestur-Íslendinga reitur en reiturinn er í Hrafnagjárhallinum og var samþykktur af Þingvallanefnd árið 1952. Reiturinn er beggja vegna við gömlu þjóðleiðina yfir Hrafnagjá. Plantað í hann milli 1953 og 1958.
Stærsti einstaki skógarlundurinn innan þjóðgarðsins er Landsbankalundur en Landsbankinn gaf 100.000 krónur með því skilyrði að gróðursett yrði á Þingvöllum. Rúmlega 100.000 plöntur voru gróðursettar árið 1958 af ýmsum tegundum en mest af skógarfuru.
Þetta eru skógarlundir sem ekki margir skoða og en mjög fróðlegt að heimsækja.