Dagana 19.-20. september var Skógræktarfélag Íslands gestgjafi fundar European Forest Network árið 2009. European Forest Network (EFN) eru óformleg samtök skógræktarfélaga í Evrópu og grundvöllur samskipta og upplýsingaflæðis varðandi skóga, skógrækt og stefnumál málaflokksins. Nánar má fræðast um samtökin á heimasíðu samtakanna – sjá hér.
Á fundinum kynntu fulltrúar hinna ýmsu landa starfsemi sína, stöðu skógræktar í sínu landi og meginhorfur. Nánar má lesa um fundinn hér.