Skip to main content

Fundur: Ár jarðvegs – öld umhverfisvitundar – alda nýrrar hugsunar! Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum

Með 25. nóvember, 2015febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 08:15-10:00 verður morgunverðarfundur á Nauthóli í Nauthólsvík undir yfirskriftinni ÁR JARÐVEGS – ÖLD UMHVERFISVITUNDAR – ALDA NÝRRAR HUGSUNAR! Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum. Fundurinn er sá síðasti í fundaröð sem Samstarfshópur um Alþjóðlegt ár jarðvegs 2015 hefur staðið fyrir undanfarna mánuði.

Á þessum fundum hefur verið opnað á umræðu um vistkerfi jarðar og tengsl jarðvegsverndar og sjálfbærrar þróunar. Sömuleiðis hvernig Íslendingar geta lagt sitt af mörkum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og stuðlað að framgangi nýrra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Framsögur og pallborðsumræður á fundinum í Nauthóli munu taka mið af ofangreindu og fjalla um ábyrgð okkar sem þjóðar. Hvað getum við gert til að bregðast við umhverfisáskorunum nútímans og hvernig hrindum við þeim áformum í framkvæmd?

DAGSKRÁ

Opnun
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.

Af litlum fræjum í frjórri mold / Þórunn Pétursdóttir, Landgræðslunni.

Sjálfbærni til framtíðar Ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna / Anna Pála Sverrisdóttir, utanríkisráðuneytinu.

„Grunuð um Grósku“ Aukum umhverfisvitund / Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur.

Pallborðsumræður: Hver er ábyrgð okkar?
Umræðustjóri: Bogi Ágústsson, RÚV.
Þátttakendur: Kristín Helga Gunnarsdóttir, Bjartmar Alexandersson, Haukur Ingi Jónasson, Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Arnalds.

Ávarp
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Fundarstjórar: Hafdís Hanna Ægisdóttir, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Þröstur Freyr Gylfason, Félagi Sameinuðu þjóðanna.

Þátttökuskráningu þarf að senda á netfangið gudjon@land.is