Fulltrúafundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn að Úlfljótsvatni laugardaginn 14. apríl 2012, í Strýtunni – Útilífsmiðstöð Skáta
Dagskrá:
11:30 Boðið verður upp á sætaferð frá BSÍ (hægt að koma í rútu við bensínstöð Olís við Rauðavatn kl. 11:45)
13:00 Fundarsetning
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
13:05 Frumsýning á nýjum kynningarmyndum um Starf skógræktarfélaganna og Græna stíginn
Óskar Þór Axelsson, kvikmyndagerðarmaður
13:35 Starfsemi Skáta á Úlfljótsvatni og stefnumörkun
Ólafur J. Proppé
14:10 Hugmyndir að landnýtingu á Úlfljótsvatni – Sýn nemenda á umhverfisskipulagi- og skógræktarbraut LbhÍ
Auður Sveinsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands
14:40 Hverjir eiga skógana á Íslandi?
Björn Traustason, Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá
15:00 Kvæmi til jólatrjáaframleiðslu
Böðvar Guðmundsson, framkvæmastjóri Skógræktarfélags Árnesinga
15:20 Kaffihlé
15:40 Umræðuhópar:
I Úlfljótsvatn og framtíðin
II Jólatré – framleiðsla og sala
Samantekt umræðuhópa kynnt
16:30 Vettvangsferð um Úlfljótsvatn
17:30 Móttaka og léttar veitingar
Brottför 19:00