Fulltrúafundur skógræktarfélaganna verður haldinn laugardaginn 16. mars kl. 10-16 og verður hann haldinn í félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal.
Meginþemu fundarins eru Landgræðsluskógar og Græni stígurinn, en auk þess er gert ráð fyrir almennum umræðum þar sem félögin geta rætt það sem brennur á þeim.
Dagskrá fundar:
10:00-10:05 | Setning |
Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands | |
10:05-10:30 | Nýr samningur um Landgræðsluskóga |
Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands | |
10:30-10:55 | Dótakassinn – tól og tæki í skógræktarstarfinu |
Einar Gunnarsson, Skógræktarfélagi Íslands | |
10:55-11:20 | Kortlagning með GSM-síma og opnum hugbúnaði |
Bjarki Þór Kjartansson, Skógræktinni | |
11:20-11:30 | Skógargáttin |
Jón Ásgeir Jónsson, Skógræktarfélagi Íslands | |
11:30-11:55 | Landgræðsluskógar frá sjónarhóli þátttakenda |
Else Möller, Skógræktarfélaginu Landbót | |
11:55-13:15 | Hádegishressing |
13:15-13:30 | Loftslagsskógar í Mosfellsbæ |
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar | |
13:30-13:50 | Græni stígurinn |
Þráinn Hauksson, Landslagi | |
13:50-16:00 | Almennar umræður – hvað brennur á skógræktarfélögunum? |
Samantekt og niðurstöður. | |
16:00- | Léttar veitingar |
Fundarstaður – Félagsheimili Orkuveitunnar (Rafveituheimilið)