Árlegur Fulltrúafundur skógræktarfélaganna 2006 var haldinn í Reykjavík laugardaginn 11. mars 2006, í Öskju – Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (sal N- 132).
Fundarstjóri var Vilhjálmur Lúðvíksson.
Fundurinn var settur með ávarpi Magnúsar Jóhannessonar, formanns Skógræktarfélags Íslands.
Því næst voru haldin erindi:
Einar Gunnarsson og Ragnhildur Freysteinsdóttir, Skógræktarfélag Íslands: Félagsmenn skógræktarfélaga og félagasöfnun – Reynsla og veganesti.
Jón Kr. Arnarsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga:
Skógræktarfélag Eyfirðinga – Öflugt og sýnilegt félagsstarf.
Kristján Bjarnason, formaður Skógræktarfélags Vestmanneyja:
Suðvestan þrjátíuogþrír.
Barbara Stanzeit, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Garðabæjar:
Er raunhæft að fjölga skógræktarfélögum í 10.000 á næstunni?
Bragi Michaelsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs:
Frá hugsjón til nýrra tíma. Eru skógræktarfélögin á tímamótum?
Eftir erindin voru svo umræður um efnið sem kynnt var og annað sem brann á fólki.
Eftir Fulltrúafundinn héldu Skógræktarfélag Íslands, Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá og Skógræktarfélag Reykjavíkur fjölsótta, opna ráðstefnu, „Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi“, á sama stað.
Mikil ánægja var með ráðstefnuna og fékk hún töluverða umfjöllun í fjölmiðlum.