Skip to main content

Fuglavernd: Garðfuglahelgin er nú um helgina

Með 24. janúar, 2013febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 25.-28. janúar 2013. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma á föstudag, laugardag, sunnudag eða mánudag, skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Upplýsingar um framkvæmdina, almennt um garðfugla og fóðrun þeirra er hægt að finna á vefsíðu Fuglaverndar, www.fuglavernd.is.

fuglavernd-gardfuglatalning

Skógarþröstur, stari og gráþröstur (Mynd: Örn Óskarsson).