Hin árlega fuglaskoðun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður næstkomandi laugardag, 5. júní. Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg kl. 10.00 árdegis. Gengið verður um Höfðaskóg og að Hvaleyrarvatni. Skoðunin mun taka um tvo tíma. Leiðsögumenn verða vanir fuglaskoðarar. Meðal annars verður hugað að hreiðurkössum, fuglafóður- og fuglaskjóltrjám. Kaffi í boði félagsins að göngu lokinni.
Útsýni út á Hvaleyrarvatn úr Höfðaskógi (Mynd: RF).