Skógræktarfélags Íslands og Norska skógræktarfélagið (Det norske Skogselskap) gáfu sameiginlega út veglega bók, sem fjallar á ítarlegan hátt um samskipti Íslands og Noregs hvað varðar skógrækt og timburnytjar frá upphafi byggðar á Íslandi. Á síðustu öld, sérstaklega eftir seinna stríðið, voru samskipti frændþjóðanna mikil og er greinargóð lýsing í bókinni á skiptiferðum sem héldust í 50 ár en ferðirnar voru einstakar í sögulegu ljósi. Dvöldu hópar frá Noregi og Íslandi í hvoru landi og unnu að skógrækt og ýmsum skógartengdum verkefnum í sjálfboðavinnu um nokkurra vikna skeið.
Bókin er nokkuð óvenjuleg að því leyti til að hún er bæði á íslensku og norsku. Höfundur er Óskar Guðmundsson en Per Roald Landrø þýddi yfir á norsku. Bókin er alls um 330 blaðsíður og prýdd fjölda mynda.
Almennt verð bókarinnar er kr. 12.000.
Verð til félagsmanna skógræktarfélaga og áskrifenda Skógræktarritsins er kr. 9.750.
Póstburðargjald leggst ofan á, ef bók er send.
Pöntun