Skip to main content

Frænámskeið (tínsla, meðhöndlun og sáning)

Með 1. október, 2016febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir námskeiði um söfnun, meðhöndlun og sáningu trjáfræs. Kennari á námskeiðinu er Aðalsteinn Sigurgeirsson.

Dagsetning: 1. október kl. 10:00-15:00 hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur á Elliðavatni.

Verð: kr. 5.000 – kaffi, bakkelsi og súpa er innifalið.

Dagskrá:

Kl. 10:00 Kynning
Kl. 10:15 Frætínsla – aðferð, tegundir, meðhöndlun, geymsla og sáning (fræ og könglar). Erindi: Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Mógilsá
Kl. 11:30 Kaffi og spjall. Frætínsla – farið út og tíndir könglar og fræ 
Kl. 12:45 Súpa dagsins
Kl. 13:00 Hvað er gert með fræin? Farið verður yfir fræmeðhöndlun frá A til Ö
Kl. 14:30 Umræður og lokaorð.

 Skráning fyrir 26. september. Upplýsingar og skráning: Else, else.akur@gmail.com eða Sævar saevar@heidmork.is