34. tölublað Frækornsins er komið út. Nefnist það Skógarfuglar og fjallar það í stuttu máli um nokkrar algengar og sjaldgæfari tegundir skógarfugla.
Höfundur er Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur.
Frækornið fylgir með áskrift að Skógræktarritinu, en einnig er það selt í lausasölu. Hægt er að fá öll útkomin Frækorn í sérstakri safnmöppu.