Vin í alfaraleið, gróður og saga
Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu um Kópavogsdal þriðjudagskvöldið 9. júlí undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar.
Í ferðinni verður leitast við að kynna fólki þann gróður sem fyrir augu ber á þessu vinsæla útivistarsvæði og sagt verður frá sögu svæðisins.
Lagt verður í gönguna frá bílastæðinu við Digraneskirkju kl. 19:30.
Fræðslugöngunni lýkur um kl. 21:30.
Allir velkomnir
Ljósmynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir.