Skógræktarfélag Akraness og Skógræktarfélag Skilmannahrepps standa fyrir fræðslufundi fyrir almenning mánudaginn 5. mars kl. 20:00 í Grundaskóla, um trjárækt á Skaganum.
Fjallað verður almennt um efnið og um einstök tré í görðum fólks. Hvaða tré eru falleg, sérstök, merkileg en einnig hvað er hentugast að rækta á Skaganum. Einnig verður fjallað um trjárækt á vegum bæjarins og á svæðum skógræktarfélaganna.
Frummælendur verða Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur og Sindri Birgisson umhverfisstjóri Akraness. Þá mætir sérfræðingur frá Skógræktarfélagi Íslands og segir m.a. frá því hvernig Tré ársins er valið.