Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins boða til fræðslu og kynningarfundar í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19 í Reykjavík föstudaginn 3. mars næst komandi kl. 13 – 17.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Dagskrá
13:00–13:05 | Setning fundarins Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands |
13:05–13:30 | Græni stígurinn – saga, staða Þráinn Hauksson landslagsarkitekt |
13:30–13:50 | Lengri ferðaleiðir í svæðisskipulagi Pawel Bartoszek, formaður svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins |
13:50–14:10 | Uppbygging stíga á höfuðborgarsvæðinu Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur, Vegagerðinni |
14:10–14:30 | Mikilvægi Græna stígsins Albert Skarphéðinsson, umferðarverkfræðingur |
14:30–14:50 | Lýðheilsa og Græni stígurinn Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, lýðheilsufræðingur |
14:50–15:20 | Græni stígurinn frá sjónarhóli skógræktarfélaga Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur |
15:20–15:30 | Ávarp Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra |
15:30–16:00 | Kaffihlé |
16:00–17:00 | Pallborðsumræður Fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt fyrirlesurum
|
Skráning á fundinn er á netfangið skraning@skog.is og er skráningarfrestur til 1. mars. Taka þarf fram hvort mætt verði á staðinn eða fylgst með í streymi. Sendur verður hlekkur fyrir streymið þegar nær dregur fundinum.