Frá stofnun hefur Skógræktarfélag Íslands lagt áherslu á fræðslu, enda segir í lögum þess að félagið eigi að „Veita fræðslu um skógrækt og trjárækt og gildi hvors tveggja fyrir þjóðfélagið“.
Þessu hefur félagið sinnt í gegnum tíðina með útgáfustarfsemi og með því að standa fyrir fræðsluferðum, fræðslufundum, námskeiðum, skógargöngum og ýmsum öðrum fræðsluviðburðum.