Skip to main content

FINNLAND 2002

Hópur skógræktarmanna fór á ráðstefnu Norræna skógarsambandsins, NSU (Nordisk Skovunion), sem haldin var í Finnland 16.-19. júní 2002. Þessar ráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti og gefa skógarfólki á Norðurlöndunum tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar. Í tengslum við þær er boðið upp á fjölbreyttar skoðunarferðir.

Í tengslum við ferðina á ráðstefnuna fékk Skógræktarfélag Íslands systurfélag sitt í Finnlandi, Finska Forstföreningen/Suomen Metsäyhdistis, til þess að skipuleggja tveggja daga skoðunarferð til að kynnast skógum og skógrækt í Finnlandi. Einnig var farið í skoðunarferð til lerkiskógarins í Raivola, sem er reyndar í Rússlandi og var það tvímælalaust einn af hápunktum ferðarinnar.