Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn á Hótel Kjarnalundi.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Sigurður Arnarson flytja stutta kynningu á störfum Jóns Rögnvaldssonar sem var fyrsti formaður félagsins þegar það var stofnað þann 11. maí árið 1930. Kynningin er upptaktur að ýtarlegri umfjöllun sem Sigurður vinnur að og ber yfirskriftina „Mikilhæfur leiðtogi á sviði skrúðgarðyrkju og skógræktar“.