Dagana 19.-20. september 2009 var Skógræktarfélag Íslands gestgjafi fundar European Forest Network.
European Forest Network (EFN) eru óformleg samtök skógræktarfélaga í Evrópu og grundvöllur samskipta og upplýsingaflæðis varðandi skóga, skógrækt og stefnumál málaflokksins.
Fundurinn hófst með skoðunarferð laugardaginn 19. september, sem sameiginleg var alþjóðlegu ráðstefnunni Skógar í þágu lýðheilsu í þéttbýli (Forestry serving urban societies in the North Atlantic region). Heimsóttir voru nokkrir helstu útivistarskógar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis – Elliðaárdalur, Esjuhlíðar og Mógilsá, Þingvellir, Heiðmörk og Höfðaskógur í Hafnarfirði.
Formlegur fundur var svo haldinn sunnudaginn 20. september, þar sem fulltrúar hinna ýmsu landa kynntu starfsemi sína, stöðu skógræktar í sínu landi og meginhorfur.
Skyggnur flestra erindanna sem haldin voru má nálgast hér að neðan (á pdf-formi). Erindi héldu:
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá – Forests and forestry in Iceland
Ragnhildur Freysteinsdóttir, Skógræktarfélag Íslands – The Icelandic Forestry Association
Bertram Blin og Thomas Stemberger, Skógræktarsamband Austurríkis (eingöngu munnlegt)
Erik Kosenkranius, Umhverfisráð og Heiki Hepner, Félag skógræktarmanna í Eistlandi – Outlook of Estonian forest sector 2008-2009
Hardi Tullus, Lífvísindaháskóli Eistlands – Hybrid aspen plantations: a new tree for energy and pulp in boreal Estonia
Juhani Karvonen, Skógarfélag Finnlands – Finnish Forest Association
Maurice Rogers, Hið konunglega skoska skógræktarfélag – Scotland‘s forests
Bengt Ek, Skógræktarfélag Svíþjóðar (eingöngu munnlegt)
Pál Kovácsevics, Skógræktarfélag Ungverjalands – Forestry in Hungary
Marcus Kühling, Skógræktarfélag Þýskalands – The German Forestry Association
Þáttakendur á European Forest Network fundi. Juhani Karvonen (Finnland), Pál Kovácsevics (Ungverjaland), Bengt Ek (Svíþjóð), Bertram Blin (Austurríki), Josef Pethö (Ungverjaland), Maurice Rogers (Skotland), Aðalsteinn Sigurgeirsson og Brynjólfur Jónsson (Ísland), Heiki Hepner og Vaike Pommer (Eistland), Thomas Stemberger (Austurríki), Erik Kosenkranius og Jürgen Kusmin (Eistland), Marcus Kühling (Þýskaland) og Hardi Tullus (Eistlandi). Á myndina vantar Kai Lintunen (Finnland).