Á næstunni eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntum Landbúnaðarháskóla Íslands.
Að breyta sandi í skóg – endurheimt skóglendis
Haldið í samvinnu við Hekluskóga
Kennarar: Ása L. Aradóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Hreinn Óskarsson skógfræðingur hjá Hekluskógum og Úlfur Óskarsson lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Tími: Fös. 13. apr. kl. 16:00-19:00 og lau. 14. apr. kl 9:00-16:00 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi (14 kennslustundir).
Tálgunarnámskeið – ferskar viðarnytjar
Kennari: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn.
Tími: Fös. 13. apríl, kl. 16:00-19:00 og lau. 14. apríl, kl. 9:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Ræktum okkar eigin ber – Egilsstaðir
Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Félag skógarbænda á Austurlandi
Kennari: Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur LbhÍ.
Tími: Lau. 14. apríl, kl. 10:00-16:30 (7,5 kennslustundir) Grunnskólinn á Egilsstöðum
Að breyta sandi í skóg – örfoka land til skógar
Haldið í samvinnu við Héraðs- og Austurlandsskóga.
Kennari: Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Skógræktar ríkisins.
Tími: Fös. 20. apr. kl. 16:00-19:00 og lau. 21. apr. kl 9:00-16:00 hjá Héraðs- og Austurlandsskógum, Miðvangi 2-4 Egilsstöðum (14 kennslustundir).
Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 1 – fyrir fagfólk
Haldið í samstarfi við FIT Félag iðn- og tæknigreina
Kennarar: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur.
Tími: Mán. 23. apríl, kl. 9:00 – 16:00 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Ræktun og umhirðu ávaxtatrjáa – fyrir almenning
Haldið í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands
Kennari: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku. Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir, garðyrkjufræðingur LbhÍ.
Tími: Þri. 24. apríl, kl. 9:00 – 16:00 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Baráttan við illgresið – í tún-, garð- og kornrækt
Baráttan við illgresið – Þættir sem draga úr tjóni óæskilegra plantna
Námskeið fyrir bændur og áhugafólk um jarðrækt.
Kennari: Jón Guðmundsson, plöntulíffræðingur.
Tími: Mið. 25. apr. kl. 13:00-16:30 (4,5 kennslustundir) á Stóra-Ármóti
Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 2 – framhald fagfólk
Haldið í samstarfi við FIT Félag iðn- og tæknigreina
Námskeið þetta er ætlað þeim sem setið hafa fyrra námskeið Henriks um þetta efni (Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 1).
Kennari: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku.
Tími: Fim. 26. apríl, kl. 9:00 – 16:00 og fös. 27. apríl kl 9:00 – 16:00 (18 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Grjóthleðslur
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr grjóti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.
Kennarar: Unsteinn Elíasson torf og grjóthleðslumaður og Kári Aðalsteinsson garðyrkju og umhverfisstjóri við Lbhí.
Tími: Fös. 25. maí. kl. 9:00-17:00 og lau 26 maí. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Hvanneyri (18 kennslustundir).
Akurskógrækt
Haldið í samstarfi við Suðurlandsskóga
Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á trjárækt á ökrum.
Kennarar: Bjarni D. Sigurðsson LbhÍ, Halldór Sverrisson sérfræðingur LbhÍ/Mógilsá, Böðvar Guðmundsson áætlanafulltrúi Suðurlandsskógum, Hallur Björgvinsson svæðisstjóri Suðurlandsskógum, Þorbergur Hjalti Jónsson sérfræðingur Mógilsá og Göran Espmark formaður Norrskog Svíþjóð.
Tími: Fös. 15. júni, kl. 16:00-19:00 og lau. 16. júní, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.