Skip to main content

DANMÖRK 1992

Forsaga ferðarinnar til Danmerkur er sú að árið 1990 bauð Danska heiðafélagið Skógræktarfélagi Íslands að senda einn fulltrúa í mánaðartíma til að kynna sér starfsemi Heiðafélagsins. Reyndust margir hafa áhuga á að kynna sér málin í Danmörku og á endanum fóru því fleiri til að kynna sér skjólbeltaræktun og starfsemi Heiðafélagsins.

Ferðin var farin dagana 20.-25. september og voru þátttakendur alls 17 manns. Vel var tekið á móti hópnum og gekk ferðin í alla staði vel. Stóran þátt í því átti danski fararstjórinn, Jens Ernst Nielsen, sem er mikill Íslandsvinur. Margt áhugavert var skoðað í ferðinni – skjólbeltarækt, jólatrjáarækt, gróðrarstöð og margt fleira.

Í Skógræktarritinu 1994 er grein um ferðina og má lesa hana hér (pdf).