Skip to main content
Flokkur

Skógræktarfélög

Skógræktarfélagið Fossá

Með Skógræktarfélög

Skógræktarfélagið Fossá er samstarf fjögurra skógræktarfélaga um ræktun á jörðinni Fossá í Hvalfirði. Skógræktarfélag Kópavogs, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Skógræktarfélag Kjalarness og Skógræktarfélag Kjósarhrepps standa að samstarfinu og eiga jörðina.

Rekstur og umhirða jarðarinnar er í höndum stjórnar Skógræktarfélagsins að Fossá, en stjórnarmeðlimir eru félagsmenn í aðildarfélögunum og eru þeir valdir á aðalfundi viðkomandi félags.

Félagið starfar eingöngu á jörðinni Fossá í Hvalfirði. Helsti starfsvettvangur félagsins er sala á jólatrjám ásamt því að halda skóginum opnum og aðgengilegum til útivistar að ógleymdu að planta fleiri trjám.

Skógræktarfélagið Kvistur

Með Skógræktarfélög

Skógræktarfélagið Kvistur er stofnað árið 1992 og eru félagsmenn um 10. Formaður er Þórunnborg Jónsdóttir.

Hafið samband:
Þórunnborg Jónsdóttir
Bragðavöllum
765 Djúpivogur

Sími (heima): 478-8956

Reitir
Bragðavellir