Skógræktarfélagið Fossá er samstarf fjögurra skógræktarfélaga um ræktun á jörðinni Fossá í Hvalfirði. Skógræktarfélag Kópavogs, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Skógræktarfélag Kjalarness og Skógræktarfélag Kjósarhrepps standa að samstarfinu og eiga jörðina.
Rekstur og umhirða jarðarinnar er í höndum stjórnar Skógræktarfélagsins að Fossá, en stjórnarmeðlimir eru félagsmenn í aðildarfélögunum og eru þeir valdir á aðalfundi viðkomandi félags.
Félagið starfar eingöngu á jörðinni Fossá í Hvalfirði. Helsti starfsvettvangur félagsins er sala á jólatrjám ásamt því að halda skóginum opnum og aðgengilegum til útivistar að ógleymdu að planta fleiri trjám.
Nýlegar athugasemdir