Skógræktarfélag Kópavogs efnir til dags Náttúruupplifunar og útivistar þriðjudagskvöldið 26. júní undir leiðsögn Gunnars Gunnarssonar íþrótta- og heilsufræðings.
Hvar er betra að rækta heilsuna en í undir berum himni í fallegu umhverfi? Gunnar ætlar að leiða þátttakendur á vit nýrra ævintýra og tengja saman náttúruupplifun og útivist til þess að auka andlega og líkamlega vellíðan og um leið styrkja bæði sjálfsmynd og sjálfstraust.
Dagskráin er ætluð jafnt börnum sem fullorðnum. Hafið gjarnan með smá nesti og eitthvað að drekka.
Lagt verður af stað frá aðalinngangi Guðmundarlundar klukkan 19:30.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs (hér).
Nýlegar athugasemdir