Skip to main content
Flokkur

Skógargöngur

Skógarganga í Mosfellsbæ

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar efnir til skógargöngu um landnemasvæðin við Skarhólabraut miðvikudaginn 19. júní kl 20:00. Lagt verður af stað við reit nr. 1 sem er við merki félagsins og gengið upp Skarhólabrautina þar sem reitirnir 14 verða skoðaðir. Boðið verður upp á hressingu í reit nr. 10

50 ára afmæli Fuglaverndar

Með Skógargöngur

Laugardaginn 20. apríl heldur Fuglavernd upp á 50 ára afmæli félagsins í Nauthóli við Nauthólsvík. Kl. 12:30 verður boðið upp á fuglaskoðun í nágrenninu en kl. 13:30 hefjast aðalfundarstörf. Eftir aðalfund, kl. 14.50, hefst afmælisfagnaður með fjölbreyttum og áhugaverðum erindum sem lýkur með hanastélsboði eða karrastélsboði eins og við kjósum að kalla það.

Á þessum tímamótum mun Fuglavernd fara yfir hálfrar aldar sögu sína en ekki síður horfa til framtíðar. Ýmis erindi verða um hlýnun loftslags og áhrif hennar á jörð og haf, dýralíf. Yngsti fyrirlesarinn er 16 ára fuglaáhugamaður, sem mun sýna ljósmyndir sem hann hefur tekið af fuglum og einnig verður sagt frá verkefninu „Fljúgum hærra“, sem miðar að því að kynna fugla fyrir leikskólabörnum. Í lok dagskrár verður boðið upp á sérblönduðu karrastélin Þröst og Gráþröst undir ljúfum tónum fuglatengdra hljómsveita á borð við Eagles, The Byrds og fleiri.

Fuglavernd eru félagasamtök sjálfboðaliða, sem stofnuð voru 26. janúar 1963 með það að markmiði að stuðla að verndun arnarins, afkomu hans og útbreiðslu og var það aðalstarfið fyrstu þrjá áratugina. Á afmælisárinu eru 1300 meðlimir í félaginu, sem taka þátt í ýmsum viðburðum á vegum þess. Fuglavernd býður upp á mánaðarlega fræðslufundi yfir vetrartímann, garðfuglakannanir, fuglatalningar og fuglaskoðunar. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á heimasíðu Fuglaverndar – www.fuglavernd.is.

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga

Með Skógargöngur

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn mánudaginn 15. apríl n.k. í Árhúsum á Hellu og hefst hann kl. 20.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Viðurkenning veitt fyrir fallegan skógarreit í sýslunni.
3. Önnur mál
– Kaffihlé
4. Fræðsluerindi: Berjarunnar – ræktun og klippingar í umsjón Kristins H. Þorsteinssonar, garðyrkjufræðings.

Kaffi í boði félagsins. Allir velkomnir!

Vetrarhátíð í Reykjavík: Skuggaskógur

Með Skógargöngur

Skuggaskógur er ljósainnsetning í Öskjuhlíð sem ítalski arkitektinn Massimo Santanicchia vinnur í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur, Skógræktarfélag Íslands og fleiri. Komið verður upp fjölda ljósa í skóginum sem gerbreyta ásýnd hans og upplifun fólks sem gengur um hann. Boðið verður upp á skipulagðar göngur undir leiðsögn Gústafs Jarls Viðarssonar, skógfræðings hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, á föstudag, laugardag og sunnudag. Göngurnar taka um 40 mínútur og hefjast kl. 18 og 20 alla dagana. Þátttakendur eru hvattir til að koma með vasaljós með sér. Lagt er að stað frá Nauthólsvegi 106 (við Nauthól).

Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vef Vetrarhátíðar (hér) – undir „Ljósaviðburðir“.

Jólaskógar skógræktarfélaganna – síðustu forvöð

Með Skógargöngur

Nokkur skógræktarfélag munu selja jólatré nú síðustu daga fyrir jól. Það er öllum í hag að kaupa ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja jafnframt skógræktarstarfið í landinu.

Þau skógræktarfélög sem selja jólatré í þessari viku eru:

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum laugardaginn 22. desember kl. 11-15. Einnig er félagið með sölu á jólatrjám á Fjósum í Svartárdal á sama tíma.

Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi helgina 22.-23. desember kl. 12-16.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgina 22.-23. desember kl. 11-16.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar, í samvinnu við björgunarsveitina Brák, verður með jólatrjáasölu í Búrekstrardeild KB dagana 20.-23. desember kl. 14-18.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar verður með jólatrjáasölu í Brekkuskógi ofan Grundarfjarðar helgina 22.-23. desember, kl. 13-17.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Opið laugardaginn 22. desember kl. 10-18.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg til 23. desember. Opið kl. 10-16 um helgar, en 12-16 virka daga. Tré frá félaginu fást einnig hjá Hlín blómahús, Sveinsstöðum.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, opið helgina 22.-23. desember kl. 11-17 og í Grýludal á Heiðmörk helgina 22.-23. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Stykkishólms er með jólatrjáasölu í Langási í Sauraskógi helgina 22.-23. desember kl. 11-16.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði laugardaginn 22. desember kl. 10:30-15.

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is

Jólaskógurinn í Brynjudal lokar að sinni

Með Skógargöngur

Nú um helgina komu síðustu hópar þessar árs í heimsókn í jólaskóginn í Brynjudal. Veður undanfarnar tvær helgar var með afbrigðum gott til útiveru, þótt það væri nokkuð kalt, en gestirnir hituðu sig með göngu um skóginn í leit að rétta jólatrén og yljuðu sér á heitu kakó a leit lokinni.

Skógræktarfélag Íslands þakkar öllum þeim hópum sem sóttu sér tré í jólaskóginn í Brynjudal fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta aftur að ári!

 

brynjujol1

Þessir rauðklæddu eru alltaf vinsælir hjá yngri kynslóðinni…og líka hjá þeim eldri! (Mynd:RF).

brynjujol2

Í skóginum má finna jólatré af ýmsum stærðum og gerðum (Mynd:RF).

brynjujol3

Varðeldurinn heillar alltaf (Mynd:RF).

Skýrsla um atvinnuátak í Kópavogi

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær hafa tekið myndarlega þátt í atvinnuátaki Skógræktarfélags Íslands á undanförnum árum. Fjöldi manns hefur fengið vinnu í átakinu og ráðist hefur verið í fjölbreytt og mikilvæg verkefni í Guðmundarlundi, Selfjalli og Fossá. Á dögunum kom út skýrsla um atvinnuátakið 2012 og má kynna sér hana hér (pdf).

Jólaskógurinn í Brynjudal 2012– byrjað að bóka!

Með Skógargöngur

Eins og undanfarin ár tekur Skógræktarfélag Íslands á móti skipulögðum hópum sem efna til fjölskylduferða í jólatrjáaskóginn í Brynjudal. Í flestum tilvikum er um að ræða fyrirtæki eða starfsmannafélög þeirra, sem mörg hver koma á hverju ári og er heimsókn í jólaskóginn orðinn ómissandi þáttur í jólahaldinu hjá mörgum.

Byrjað er að taka niður bókanir fyrir jólin í ár, en tekið verður á móti hópum helgarnar 1.-2., 8.-9. og 15.-16. desember og laugardaginn 22. desember. Athugið að hér gildir fyrstur kemur – fyrstur fær.  Nú þegar eru nokkrir tímar fullbókaðir, þannig að það er betra að bóka dag og tíma fyrr frekar en síðar til að vera viss um að fá tíma sem hentar.

Til að bóka heimsókn eða fá nánari upplýsingar hafið samband við Skógræktarfélag Íslands  í síma 551-8150 eða á netfangið skog (hjá) skog.is. Einnig má lesa um skóginn á heimasíðunni (hér).

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðslufundur um ræktun trjáa og runna

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðsluerindis í Menntaskólanum í Kópavogi þriðjudaginn 16. október kl. 19:30.

Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur erindi um ræktun trjáa og runna.  Erindið nefnir hann “Rót vandans”.

Í erindi sínu mun Kristinn meðal annars fjalla um nokkra lykilþætti í ræktun, til að mynda jarðveg og jarðvegsgerð og þær kröfur sem plöntur gera til jarðvegs. Þá verður kennt hvernig á að bera sig að við upptöku trjágróðurs til flutnings, gróðursetningar og áburðargjöf.

Gengið er inn í Menntaskóla Kópavogs frá Digranesvegi um súlnainngang í vesturenda. Salurinn er á 3. hæð og er lyfta við inngang.

Kaffiveitingar, inngangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir.