Skip to main content
Flokkur

Skógargöngur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Kvöldganga í skógi

Með Skógargöngur

Þriðjudaginn 23. september standa Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar fyrir kvöldgöngu í skógi. Gengið verður frá gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg kl. 19:00 undir leiðsögn Steinars Björgvinssonar. Á leiðinni mun sr. Jón Helgi Þórarinsson flytja hugvekju og Jóhann Guðni Reynisson flytur frumort ljóð í tilefni þessarar göngu.

Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér viðeigandi ljósfæri (s.s. vasaljós) og að göngu lokinni verður boðið upp á súkkulaði og kleinur í húsakynnum Þallar.

Skógardagur – Skógræktarfélagið Mörk 70 ára

Með Skógargöngur

Skógardagur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn laugardaginn 20. september kl. 13:30.

Að þessu sinni skoðum við Landgræðsluskóginn á Stjórnarsandi. Mæting er við hliðið á Landgræðslugirðingunni að vestanverðu og síðan er fyrirhugað að ganga austur að Langabakka (um 30 mín.). Fyrir þá sem ekki treysta sér að ganga er boðið upp á akstur.

Í tilefni af 70 ára afmæli félagsins á árinu verður farið í stuttu máli yfir sögu félagsins. Við munum skoða skógræktina, grilla og hafa gaman saman.

Allir þeir sem tóku þátt í gróðursetningu á árum áður eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélagsins Merkur.

Skógarganga og grill

Með Skógargöngur

Mosfellsbær, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosverjar bjóða til skógargöngu og grillveislu við Hafravatn fyrir alla fjölskylduna í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september 2014.

Hjólað verður frá miðbæjartorgi Mosfellsbæjar kl. 17.00 að Hafravatni eftir malarvegi. 

Skógarganga frá Hafravatnsrétt við Hafravatn kl. 18.00 um skógarsvæðið í Þormóðsdal.

Grillveisla að lokinni göngunni við Sumargerði, hús Skógræktarfélags Mosfellsbæjar við Hafravatn.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar: skogmos.net

Fuglavernd: Glókollaferð á Degi íslenskrar náttúru

Með Skógargöngur

Þriðjudaginn 16. september verður Fuglavernd með fuglaskoðun í kirkjugarðinum í Fossvogi  í tilefni Dags íslenskrar náttúru. Skoðaðir verða glókollar og jafnvel barrfinkur og krossnefir. Þó þetta séu ekki einkennisfuglar íslenskar fuglafánu þá hefur glókollurinn numið hér land, er staðfugl og spjarar sig ágætlega þrátt fyrir að vera minnsti fugl Evrópu, krossnefir hafa verpt hér síðan 2008 og barrfinkan er árlegur flækingur og líklegur landnemi.  

Mæting kl. 17:30 á bílastæðinu við Fossvogskirkju en gangan tekur um klukkutíma. Edward Rickson fuglaskoðari með meiru leiðir gönguna. 

fuglavernd-glokollar

(Mynd: Eyþór Ingi Jónsson)


Sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Með Skógargöngur

Hinn árlegi sjálfboðaliður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn 13. september kl. 10:00 – 12:00. Hist verður í Vatnshlíðinni norður af Hvaleyrarvatni. Þar er vegslóði ofan við Hvaleyravatnsveginn. Gróðursettur verður trjágróður til minningar um Hjálmar R. Bárðarson og Else Bárðarson.

Að gróðursetningu lokinni mun félagið bjóða upp á hressingu í bækistöðvum sínum við Kaldárselsveg (Þöll). Öll hjálp er vel þegin. Komið og takið þátt í góðra vina hópi.

Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.

Samkoma hjá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar

Með Skógargöngur

Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 18:00 verður samkoma hjá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar í Einkunnum (fyrir ofan Borgarnes).

Kíkt verður eftir sveppum, kveikt bál, gert ketilkaffi og prófuð útieldun, spjallað og fræðst.

Allir sem hafa áhuga á útivist, skógrækt, sveppatínslu og/eða náttúruskoðun eru hvattir til að mæta og eiga skemmtilega stund.


Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Skógarganga

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar verður með skógargöngu fimmtudagskvöldið 17. júlí. Gengið verður frá Kaldárseli og með skóginum í Undirhlíðum inn í Skólalund. Lagt verður af stað frá Kaldárseli kl. 20:00. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund.

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar í síma félagsins: 555-6455 eða 894-1268.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar: Sumarganga

Með Skógargöngur

Hin árlega sumarganga Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður farin eftir „Jónasarstíg“ í Mosfellsdal fimmtudaginn 19. júní. Lagt verður af stað frá mörkum Æsustaðahlíðar og Varmalands kl. 19:30, þar sem græna skiltið merkt Skógræktarfélag Mosfellsbæjar stendur (sjá kort á heimasíðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar – www.skogmos.net).

Bjarki Bjarnason mun leiða gönguna og segja frá.

Samningur um Opinn skóg

Með Skógargöngur

Undirritaður var í dag samningur við Skeljung hf.  um verkefnið Opinn skóg er snýst um uppbyggingu á skógræktarsvæðum. Undanfarin ár hafa verið opnuð 13 svæði víðsvegar um land og síðast liðið haust var tekinn í notkun nýr lundur að Skógum undir Eyjafjöllum. Stefnt er að opnun skógar á Siglufirði síðar í sumar. Stuðningur Skeljungs er mikilsverður og gerir félaginu kleift að halda verkefninu áfram af fullum krafti.

Samninginn undirrituðu Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs hf (t.v.) og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.

os-samningur

Tíuþúsund trjáplöntur í Borgarnesi

Með Skógargöngur

10BekkGsBorgarnesGrunnskólanemar í Borgarnesi gróðursettu í dag tíuþúsundustu trjáplöntuna í skógareit sem skólanum þar hefur verið úthlutað í verkefni á vegum Yrkjusjóðsins. Nemendur og skólinn í Borgarnesi hafa tekið þátt í Yrkjuverkefninu frá upphafi eða frá árinu 1992. Á landsvísu hafa alls 165 þúsund nemendur gróðursett liðlega 711 þúsund trjáplöntur á tæplega 25 árum.

Undanfarin ár hafa að jafnaði um eitt hundrað grunnskólar víðsvegar á landinu tekið þátt og allt að níuþúsund grunnskólanemar á hverju ári. Við gróðursetninguna var auk nemenda viðstaddur formaður Yrkjusjóðsins, Sigurður Pálsson skáld, ásamt forsvarsmönnum skólans og sóknarprestinum á Borg.